VeitingastaðurMIDGARDBase Camp, Hvolsvelli

Velkomin á veitingastað Midgard

„FEEL GOOD FOOD!“

Veitingastaður Midgard er staðsettur á Hvolsvelli. Við bjóðum upp á
gómsætan mat sem bæði nærir og kætir. Við sækjum innblástur frá ferðalögum
bæði um Ísland og heiminn allan. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr
heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval
rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

Hvað er í boði?

Matseðlar

Langar þig í gómsætan borgara eða lambakjöt? Eða ertu í meira í stuði fyrir ljúffengt pasta, grænmetisrétt eða eitthvað vegan? Kíktu á kvöld-, hádegis, og hópamatseðlana okkar og bókaðu svo borð.

>> Skoða matseðla

Tryggðu þér borð...

Bóka borð

Við mælum með að þú bókir borð til að tryggja þér pláss. Þú getur þó alltaf rennt við líka…við munum taka brosandi á móti þér!

Hvenær & Hvar?

Opnunartími og staðsetning

Veitingastaður Midgard er á Hvolsvelli. Frá þjóðveginum beygir þú inn síðasta afleggjarann áður en þú keyrir út úr bænum til austurs og keyrir þann veg til enda (ca. 800 m). Heimilisfangið okkar er Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvelli.

Opnunartími 
Staðsetning á Google Maps

Krakkar elska Midgard

Góð aðstaða fyrir börn

Midgard er einstaklega fjölskylduvænn staður. Stór og líflegur. Komdu með krakkaskarann til okkar. Við erum með leikföng, hangandi rólur og klifurvegg.

 

“Í okkar huga er veitingastaðurinn hjarta Midgard. Þar eyðum við sjálf löngum stundum.
Við hittumst þar í lok ferða til að njóta matar og drykkjar, skiptumst á
sögum og kynnumst nýju fólki. Elska það!”

– Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri og fjallageit

Grænmetisætur og vegan

Eitthvað fyrir alla!

Við erum með gómsæta rétti fyrir grænmetisætur og grænkera sem við gerum frá grunni. Ertu með einhverjar séróskir eða fæðuóþol? Láttu okkur vita fyrirfram eða þegar þú mætir og við gerum okkar besta!

>> Skoða matseðil

Við tökum á móti hópum!

Hópar og viðburðir

Ertu að skipuleggja hópferð? Hafðu samband og við gerum þér hópatilboð. Við erum einnig með frábæra aðstöðu fyrir hvers konar viðburði, námskeið, fjölskyldu- eða ættarmót, afmælisveislur og brúðkaup.

>> Bókanir fyrir hópa og viðburði: sleep@midgard.is

Gerðu ferðalagið einfaldara!

„Take-away“ hádegisbox og grillpakkar

Þú getur pantað hjá okkur „take-away“ hádegisbox og grillpakka.

>> Nánari upplýsingar 

Góð byrjun á deginum

Morgunverðarhlaðborð

Við vitum að morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins – sérstaklega á ferðalögum. Við bjóðum upp á girnilegt morgunverðarhlaðborð, bæði fyrir gesti og utanaðkomandi.

Umsagnir um Midgard Restaurant

Tasty menu, good prices, nice vibe

“Not only a great place to eat, but also good place hangout for a coffee or cocktail after your exertions. We liked the chocolate mousse so much, we ordered another round of deserts for the kids. One of my sons is a picky eater, and they did a grilled cheese sandwich on request.”

– Umsögn frá Trip Advisor, lestu fleiri umsagnir hér

 

Skoðaðu veitingastaðinn okkar!

“FEEL GOOD FOOD!”
 • 10
 • 20
 • 17
 • 8
 • 1
 • 5
 • 18
 • 9
 • Restaurant Hvolsvollur Midgard
 • Cocktails bar south Iceland – Midgard Base Camp Restaurant
 • 4
 • 3
 • Midgard Restaurant South Iceland
 • 6
 • 13
 • 21
 • 16
 • 15
 • midgard-bc-benjamin-hardman-75-1920
 • 7
 • iceland-photography-benjamin-hardman-ísland-landscape-untitled_DSC4038
 • midgard-bc-benjamin-hardman-77-1920
 • Midgaard Matur
 • IMG_9606 2
 • Event location South Iceland Midgard Base Camp
 • _DSC3403
 • _DSC3392
 • Midgard Restaurant dinner Iceland
 • Midgard03
 • Midgard Base Camp Restaurant South Iceland
 • Reception & Bar Midgard Base Camp hotel south Iceland
 • Fun bar south Iceland – Midgard Base Camp
 • Concerts South Iceland Midgard Base Camp

Skoðaðu myndbandið okkar!

Midgard fjölskyldan

Vantar þig gistingu?

Gistu á Midgard Base Camp

Þú getur valið á milli sérherbergis og kojuherbergis. Aðgangur að sauna og heitum potti er innifalinn.

>> Nánari upplýsingar um gistingu

Ævintýri á Suðurlandi!

Ferðir og afþreying með Midgard Adventure

Í sumar bjóðum við upp á ýmsar spennandi ferðir og afþreyingu.

>> Skoðaðu ferðir og afþreyingu með Midgard Adventure

Hafðu samband

+354 578 3180

sleep@midgard.is

Dufþaksbraut 14 - 860 Hvolsvöllur

Ertu með fyrirspurn?