Midgard Base CampAÐSTAÐAOG ALLT HITT!
Midgard Base Camp hefur allt sem þarf til þess að
dvöl þín verði ánægjuleg, áhyggjulaus og skemmtileg!
Matur og drykkur!
Veitingastaður & bar
Gómsæt morgunverðarkarfa, einfaldur en skotheldur kvöldverðarmatseðill, gæðakaffi, ískaldur bjór á krana og á flösku, sterkt vín og kokteilar. „Happy hour“ alla daga milli kl. 18-20. Kíktu í heimsókn! Við tökum vel á móti þér.
Til að njóta!
Heitur pottur og sauna
Slappaðu af og njóttu lífsins í heita pottinum og sauna. Á meðan þú hvílir þreytta vöðva getur þú notið útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi sérðu alla leið til Vestmannaeyja. Aðgangur er ókeypis fyrir þá sem gista á Midgard Base Camp en gestir veitingastaðarins eiga kost á að kaupa aðgang fyrir 1.000 kr.
Allir út að hjóla og ganga!
Midgard Hike & Bike Camp
Midgard býður upp á breitt úrval af þjónustu fyrir göngu- og hjólafólk. Á svæðinu okkar er ógrynni af spennandi hjóla- og gönguleiðum fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta.
Það er svo gott að slappa af!
Notalegt sameiginlegt rými
Sameiginlega rýmið okkar er stórt og er útbúið þægilegum sófum og rólum. Eftir að hafa eytt deginum úti í náttúrunni er notalegt að koma sér þægilega fyrir, slappa af og spjalla við aðra ferðalanga. Við erum með spil og ýmislegt annað skemmtilegt!
Geggjað útsýni!
Verönd
Aftan við húsið erum við með skemmtilegt útisvæði þar sem notalegt er að sitja úti á sumrin og njóta útsýnisins yfir Eyjafjallajökul.
Komdu við á Midgard og græjaðu hjólið!
Reiðhjólafólk
Midgard býður þar að auki uppá mjög góða aðstöðu fyrir reiðhjól. Geymslu, þrifaaðstöðu og verkstæði með helstu verkfærum.
"It's raining men, hallelujah"
Þurrkaðu fötin og búnaðinn!
Við erum með mjög góða aðstöðu til að þurrka föt, skó og annan búnað (til dæmis tjöld). Leyfðu dótinu þínu að þorna á meðan þú slappar af á Midgard Base Camp.
Sítenging!
Háhraða WI-FI
Við bjóðum upp á háhraða WI-FI í öllum rýmum (herbergjum líka).
Er vont veður?
Kíktu til okkar á meðan veðrið gengur yfir
Stundum er vont veður og það getur verið fúlt. Þá er gott að geta kíkt á Midgard Base Camp og gist eina nótt. Þurrkaðu tjaldið þitt og þvoðu fötin þín á meðan þú slappar af í pottinum og borðar góðan mat. Alveg óþarfi að fara heim. Daginn eftir ferð þú svo aftur af stað.
"So fresh and so clean!"
Þvottaaðstaða
Þarftu að þvo fötin þín? Ekkert mál! Við erum bæði með þvottavél og þurrkara. Skelltu fötunum í vélina á meðan þú kíkir í pottinn! Fyrir 950 kr. getur þú sett í þvottavél og þurrkara (þvottaefni innifalið).
Frábær staðsetning!
Tilvalinn staður til að skoða Suðurlandið
Midgard Base Camp er á Hvolsvelli og þaðan er stutt á svo margar þekktar og óþekktar perlur Suðurlands.
Svo stutt til okkar!
Aðeins 1,5 klst. frá Reykjavík
Þú getur komið til okkar oft yfir sumarið. Skellt þér í göngu eða tekið hjólið með. Við erum með ógrynni af skemmtilegum hjóla- og gönguleiðum í nágrenninu (fylgist með blogginu). Eftir útivistina kíkir þú til okkar í pottinn og færð þér að borða. Keyrir svo heim og mætir í vinnuna daginn eftir…eða gistir og sefur út.
Hvert skal halda?
Við gefum þér ferðaráð
Vantar þig hugmyndir um hvað er hægt að gera og sjá? Spurðu okkur og við gefum þér ráðleggingar og hugmyndir. Það er svo óendanlega mikið hægt að gera í kringum Midgard Base Camp og stundum þarf maður bara einhvern til að gefa manni hugmyndir. Þar komum við sterk inn!
>> Skoðaðu ferðir & afþreyingu með Midgard Adventure (í vinnslu)
>> sendu okkur póst á adventure@midgard.is
Ævintýraupplifun!
Ferð með Midgard Adventure
Ertu með hóp en ykkur vantar kannski hugmynd að ferð? Vantar ykkur skutl eða trúss fyrir lengri ferð? Við getum reddað því. Hafðu samband og við sendum á þig upplýsingar.
>> sendu póst á adventure@midgard.is | sími: 578 3370
Viltu halda viðburð á Midgard Base Camp?
Afmæli, partý eða ættarmót
Við erum með frábæra aðstöðu fyrir viðburði, hvort sem er afmæli, ættarmót, ball, námskeið, vinnufundi eða bara gott partý fyrir vinahópinn eða fjölskylduna. Við bendum á að hægt er að leigja allan staðinn (gistinguna og veitingastaðinn, eða bara annað hvort).
>> Sendu póst á sleep@midgard.is | Hringdu í 578 3180
Hvað er framundan?
Viðburðir á Midgard Base Camp
Við stefnum á að vera með þrusu góða dagskrá af viðburðum í sumar og haust. Fylgstu með því og tryggðu þér miða því viðburðirnir hjá okkur eru vel sóttir og miðarnir fara fljótt. Við setjum alla viðburði á Facebook. Hjálmar, Mugison, Valdimar, Gréta Salóme og Helgi Björns eru meðal þeirra sem hafa komið fram hjá okkur. Við sýnum einnig frá öllum helstu íþróttaviðburðum á stórum skjá.
>> Viðburðir Midgard Base Camp
>> Kíktu á Facebook til að sjá hvaða viðburðir eru framundan
Strætó
Auðveldar samgöngur
Vissir þú að strætó er með nokkrar ferðir á dag til Hvolsvallar? Kíktu á bus.is og finndu þína leið til Midgard Base Camp
Auðvelt að leggja!
Næg bílastæði
Bílastæðið okkar er risastórt og auðvitað er gjaldfrjálst að leggja þar. Sérstaklega þægilegt fyrir ferðalanga sem eru með kerru, tjaldvagna eða hjólhýsi.