Sérherbergi & KojugistingMIDGARDBASE CAMPHVOLSVÖLLUR, Iceland

Viltu bóka?

Við erum með opið!

Vegna aðstæðna höfum við þurft að breyta starfsemi okkar. Í vetur bjóðum
við fulla þjónusta fyrir hópa. Fyrir einstaklinga bjóðum við upp á „Airbnb“ gistingu.

Veitingastaðurinn er opinn fyrir hópa en við erum einnig með
framundan þemakvöld sem eru öllum opin.

Til að bóka vinsamlega sendið póst á sleep@midgard.is.
Því miður er ekki hægt að bóka í gegnum síðuna okkar.

FRÁBÆR AÐSTAÐA OG STAÐSETNING

Heitur pottur og sauna

Midgard Base Camp er bæði hótel og hostel. Þú getur valið á milli sérherbergis (tveggja-manna eða fjölskyldu) eða kojuherbergis. Heildafjöldi rúma er 62 og þau eru öll uppábúin. Aðgangur að sauna og yndislegum heitum potti með frábæru útsýni yfir Eyjafjallajökul er innifalinn í gistingu.

Eftir ævintýri dagsins geta gestir gætt sér á góðri máltíð á veitingastaðnum okkar eða nýtt sér gestaeldhúsið. Eins er tilvalið að slappa af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða sem vert er að nefna: þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, háhraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.
>> Kynntu þér nánar aðstöðuna hjá Midgard Base Camp

Staðsetning Midgard er fullkomin fyrir gesti sem vilja upplifa alla þá fallegu staði sem vert er að skoða á Suðurlandi. Andrúmsloftið er afslappað og vinalegt. Midgard fjölskyldan tekur brosandi á móti gestum og er alltaf reiðubúin að aðstoða við ferðaplön og gefa ráðleggingar.

Hvernig gistingu viltu?

Sérherbergi eða kojuherbergi…

Hér fyrir neðan getur þú séð nánari lýsingu á gistimöguleikum.

Lestu þér nánar til um herbergin okkar hér fyrir neðan. Lýsingin er á ensku en hægt að breyta verðinu yfir í íslenskar krónur. Hafir þú einhverjar spurningar eða vantar aðstoð við að bóka getur þú haft samband hér, sent okkur póst á sleep@midgard.is eða heyrt í okkur í síma 578 3180.

Í sumar erum við með opið frá fimmtudegi til sunnudags. Ef þú finnur ekki lausa gistingu á völdum dagsetningum þá hvetjum við þig til að hafa samband því við erum með margar bókanir sem voru gerðar fyrir Covid-19 sem við gerum ráð fyrir að verði afbókaðar. Eins getur verið að við getum bókað gistingu aðra daga en fimmtudaga til sunnudags ef við erum með starfsfólk í húsinu.

Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á hreinlæti, hvort sem er í herbergjum eða í sameiginlegu rýmum. Í kjölfar Covid-19 höfum við skerpt enn frekar á verkferlum okkar til að tryggja enn betur framúrskarandi hreinlæti. Eins viljum við nefna að til að viðhalda smitgát þá eru kojuherbergin einungis bókanleg fyrir fólk sem ferðast saman. Ef vinahópurinn bókar kojur í fleiri en einni bókun vinsamlega sendið okkur póst á sleep@midgard.is til að við setjum ykkur í sama herbergið.

Double or Twin Room, Private Bathroom

A basic private room that gives you all you need after a long day out exploring. Sleeps up to maximum 2 persons. Perfect for people that appreciate private bathroom facilities.

Room Details

Type Twin Bed, Double Bed

Occupancy 2 Person(s)

Size 2 beds

Amenities

Family Room, Private Bathroom

Unobstructed serene views over beautiful fields and Eyjafjallajökull icecap. Sleeps up to maximum 4 persons.

Room Details

Type Twin Bed, Double Bed, Bunk bed

Occupancy 4 Person(s)

Size 2 beds and bunkbeds for 2 people

Amenities

Family room, Shared Bathrooms

Unobstructed scenic views to the mountains and Eyjafjallajökull icecap. Sleeps up to maximum 4 persons.

Room Details

Type Twin Bed, Double Bed, Bunk bed

Occupancy 4 Person(s)

Size 2 beds and 2 bunk beds

Amenities

Bed in 6-bed Dorm, Shared Bathrooms

Sleeps up to a maximum of 6 persons. Ideal for single travelers, couples and groups of friends.

Room Details

Type Bunk bed

Occupancy 6 Person(s)

Size 6 bed dorm

Amenities

Bed in 4-bed Dorm, Shared Bathrooms

Sleeps up to a maximum of 4 persons. Ideal for single travelers, couples and small groups of friends.

Room Details

Type Bunk bed

Occupancy 4 Person(s)

Size 4 bed dorm

Amenities