ALLT UMMIDGARDBASE CAMP

Hótel- og hostelgisting

Midgard Base Camp

Midgard Base Camp er bæði hótel og hostel. Þú getur
valið á milli sérherbergis (tveggja-manna eða fjölskyldu)
eða kojuherbergis. Aðgangur að sauna og yndislegum heitum potti
með frábæru útsýni yfir Eyjafjallajökul er innifalinn í gistingu.
Midgard Base Camp er sérstaklega fjölskylduvænn staður.

>> Bókaðu gistingu hér

„Feel Good Food“

Veitingastaður Midgard

Veitingastaður Midgard er staðsettur á Hvolsvelli.
Við bjóðum upp á gómsætan mat sem bæði nærir og kætir.
Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum
að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir
kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Kynntu þér veitingastað Midgard betur

Ferðir & Afþreying

Midgard Adventure

Nú er tíminn til að skipuleggja sumarið.
Kíktu á það sem er í boði hjá Midgard Adventure.
Fáðu ferskt loft í lungun, upplifðu miðnætursólina,
klikkaða víðáttu og geggjaða liti.
Förum út og njótum!

>>Kynntu þér ferðir & afþreyingu Midgard Adventure

Þétt dagskrá í sumar!

Viðburðir

Við stefnum á að vera með þrusu góða dagskrá
af viðburðum í sumar og haust. Fylgstu með og
tryggðu þér miða því viðburðirnir hjá okkur eru
vel sóttir og miðarnir fara fljótt. Við setjum alla
viðburði á Facebook. Hjálmar, Mugison, Valdimar,
Gréta Salóme og Helgi Björns eru meðal þeirra sem
hafa komið fram hjá okkur. Við sýnum einnig frá
öllum helstu íþróttaviðburðum á stórum skjá.

Hafðu samband!

+354 578 3180

sleep@midgard.is

Dufþaksbraut 14 - 860 Hvolsvöllur