Sumarið verður geggjað! Við erum sannfærð um það. Þetta verður sumarið þar sem allir fara út að hjóla og ganga. Midgard verður staðurinn þar sem við komum saman. Ástæðan er einföld: það er ógrynni af spennandi hjóla- og gönguleiðum á svæðinu og Midgard er með frábæra aðstöðu fyrir hjóla- og göngufólk.
Svæðið býður upp á endalausa möguleika
Hjóla- og gönguleiðirnar eru eins ólíkar og þær eru margar. Það eru leiðir fyrir reynslubolta og byrjendur og alla þar á milli. Við tölum oft um að við eigum risastórt leiksvæði í bakgarðinum. Það svæði er allt frá Landeyjafjöru í suðri inn á Fjallabak í norðri.
Hér fyrir neðan lýsum við nokkrum hugmyndum að hjóla-og gönguleiðum og í lokin eru áhugaverðir tenglar með fleiri hugmyndum.
Midgard breytist í Hjóla- & Göngu Camp
Draumur okkar er að Midgard verði nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir göngu- og hjólahópa, ekki bara í sumar heldur til frambúðar. Gönguleiðirnar eru allar færar hlaupurum líka svo þá bjóðum við að sjálfsögðu velkomna líka.
Eftir ferðalag dagsins eruð þið velkomin til okkar til að gæða ykkur á ljúffengum mat á veitingstaðnum, gista (í koju eða sérherbergi), fá ykkur drykk á barnum, slaka á í heita pottinum og gufubaðinu og skipuleggja næstu ferð.
Á Midgard er stórt rými þar sem hægt er að koma saman og skipuleggja daginn, rýna í kort, græja búnaðinn og stilla saman strengi. Við sjálf, Midgard teymið, búum yfir mikilli þekkingu á svæðinu sem við viljum gjarnan deila með öðrum. Við elskum að gefa fólki hugmyndir um hvað er hægt að gera, útskýra erfiðleikastig leiða, færð á vegum og vegslóðum og velta vöngum yfir hvað hentar hverjum hópi.
Midgard býður þar að auki uppá frábæra aðstöðu fyrir alla þessa hópa. Fyrir reiðhjólafólk erum við með aðstöðu til að geyma, þrífa og gera við hjólin ásamt öllum helstu verkfærum. Fyrir alla þá sem eru skítugir og blautir þá erum við með þvottavélar og þurrkaðstöðu fyrir föt og tjöld. Það er engin ástæða til að fara til Reykjavíkur að þvo og endurnýja búnað. Hér er allt til taks.
Ganga á Fimmvörðuháls eða að Grænahrygg
Við erum búin að setja saman mjög spennandi göngupakka á Fimmvörðuháls. Gakktu eina af fallegustu gönguleiðum landsins með reyndum leiðsögumanni með kvennahópi, vinahópi eða fjölskyldunni. Ertu byrjandi og hefur þú áhyggjur af því að vera hægur/hæg? Engar áhyggjur, við sjáum til þess að gönguhraðinn henti öllum og stjönum við þig á leiðinni og eftir ferð ef þú velur að gista á Midgard Base Camp eftir ferð.
Kynntu þér göngupakkana okkar hér.
Á eigin vegum
Við viljum líka hvetja fólk til að fara sjálft út að upplifa þá frábæru náttúru sem við höfum hér í bakgarðinum. Það er svo margt að sjá og upplifa í kringum Midgard. Vantar þig hugmyndir? Lestu áfram til að fá hugmyndir að göngu- og hjólaleiðum og skoðaðu líka tenglana hér neðst. Við erum líka alltaf til í spjall ef þú vilt fá nánari upplýsingar. Síminn okkar er 578 3370 og netfangið er adventure@midgard.is.
Hugmyndir að gönguleiðum í nágrenni Midgard
Stóri-Dímon (1 klst.)
Fljótshlíðin býður upp á skemmtilegar gönguleiðir. Við leggjum til að keyra inn Fljóthlíðina, stoppa við Þorteinslund (Fyrr var oft í Koti Kátt) og Gluggafoss. Halda svo áfram og labba upp á Stóra-Dímon. Gangan tekur ekki nema klukkutíma upp og niður. Þegar upp er komið er geggjað útsýni! Á leiðinnni heim er tilvalið að stoppa við á Midgard Base Camp og skella sér í heita pottinn og gufubað. Aðgangur fyrir fullorðna kostar 1.000 kr. en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.
>> Sjá nánari lýsingu á gönguleið upp á Stóra Dímon hér
Auðveld ganga á jafnsléttu: Landeyjafjara
Það er frábær skemmtun að ganga um fjöruna, sérstaklega ef maður er með börn meðferðis. Margt að skoða og uppgötva. Einfalt að keyra bílinn niður að ferjustæðinu, leggja þar og labba inn í fjöruna. Passið ykkur bara á öldunum þær eru lúmskar.
Þríhyrningur (3 klst.)
Þríhyrningur er í 18 km. fjarlægð frá Hvolsvelli. Skemmtileg stikuð ganga. Eftir gönguna verða allir orðnir svangir og þá kemur ævintýrahamborgarinn á veitingastað Midgard sterkur inn.
>> Sjá nánari lýsingu á gönguleið upp á Þríhyrning hér
Þórólfsfell (3 klst)
Þórólfsfell liggur innst í Fljótshlíð. Keyrið fram hjá Fljótsdal og eins og þið séuð að keyra inn á Fjallabak syðra. Leggið bílnum við Fell, grænan skála undir Þórólfsfelli. Þaðan er gott að taka einn ranann, beint upp á fjallið og sömu leið niður. Alltaf gaman að skoða gljúfrin á annarri hvorri leiðinni. Ótrúlega falleg og minna um margt á Fjarðrárgljúfur. Muna að vera varkár.
>> Sjá nánari lýsingu á gönguleið upp á Þórólfsfell hér
Hugmyndir að hjólaleiðum frá Midgard:
Tuma- / Tunguskógur
Þessi frábæri skógur bíður upp á fjöldbreytt úrval göngu- og hjólaleiða. Hjólaleiðirnar eru allt frá því að vera tæknilegar rótaleiðir og í það að henta fjölskyldum með mismunandi getustig.Við erum að vinna í því með sveitarfélaginu og Skógræktinni að merkja leiðirnar í sumar og auðvelt verður að nálgast leiðir inn á kortasjá Skógræktar ríkisins og á kortavef Suðurlands.
Bak við Þríhyrning
Dásamlegar hjólaleiðir á “double track” um gamla slóða, fram hjá gömlum húsarústum byggðar sem lagst hefur í eyði eftir Heklugos. Dásamlega ósnortið.[/vc_column_text]
Frá Fjallabaki niður að Þríhyrningi
Meiriháttar leið frá Fjallabaksleið, meðfram Þríhyrningi, Vatnsdal og inn að Hvolsvelli. Í þessari ferð er einfaldara að láta “skutla” sér upp eftir. Þar þætti okkur gaman að verða að liði, með skutli uppeftir og leigu á „e-fatbike“ fyrir þá sem það vilja. Tryggir að allir geta verið samferða niður úr.
Hamragarðaheið og brúnin á Eyjafjöllum
Þessi ferð er tilvalin fyrir „e-fatbike“ rafmagnshjólin. Látið okkur leiða ykkur um dásamlegt landslag og útsýni.
Fjallabak
Ýmsar leiðir. Heyrið í okkur með alls konar útfærslur.
Borgari á Base Camp algjörlega málið í lok allra þessara ferða.
Vont veður og hvað þá?
Stundum er vont veður og það getur verið fúlt. Þá er gott að geta kíkt á Midgard Base Camp og gista eina nótt. Þurrka tjaldið og þvo fötin á meðan þú slappar af í pottinum og borðar góðan mat. Alveg óþarfi að fara heim. Daginn eftir ferð þú svo bara aftur af stað.
Hafðu samband
Ertu með spurningu eða fyrirspurn? Sendu okkur línu og við svörum um hæl. Þú getur sent okkur tölvupóst á adventure@midgard.is eða heyrt í okkur í síma 578 3370.
Midgard tenglar
Ferðir og afþreying með Midgard Adventure
Bókaðu gistingu hjá Midgard Base Camp
Veitingastaður Midgard Base Camp
Áhugaverðir göngu- og hjólatenglar
Frábært kort frá Katla Jarðvangi með fjölmörgum gönguleiðum í Rangárþingi